mið 15. febrúar 2023 11:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þegar FH kom upp var ég ekki lengi að taka ákvörðun"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tilkynnti í gær um komu þeir Kjartans Kára Halldórssonar og Eetu Mömmö til félagsins. Þeir koma á láni til félagsins út komandi tímabil.

Kjartan er unglingalandsliðsmaður sem uppalinn er í Gróttu en var keyptur til Haugesunds í vetur. Mömmö er finnskur unglingalandsliðsmaður sem kemur frá ítalska félaginu Lecce. Báðir eru þeir kantmenn.

Kjartan ræddi við Fótbolta.net eftir skiptin. Hann sá ekkifram á mikinn spiltíma með Haugesund á komandi tímabili og þá var hugmyndin að fara á lán annað. Honum stóð til boða að fara á lán í norsku fyrstu deildina eða spila í efstu deild á Íslandi. Hann ákvað að velja FH þegar félagið sýndi áhuga.

„Mér leist betur á að koma heim og reyna mig við Bestu deildina. Þannig bæti ég mig vonandi sem leikmaður og öðlast reynslu sem ég get síðan notað hjá Haugesundi. Ég gerði mér grein fyrir því í byrjun að það var stórt stökk að fara úr 1. deildinni á Íslandi yfir í efstu deild í Noregi og að ég þyrfti mögulega að fara að láni a.m.k. fyrsta tímabilið. Þegar það kom upp og FH var áhugasamt var ég ekki lengi að taka ákvörðun,“ sagði Kjartan Kári í viðtali við Fótbolta.net.

Kjartan var markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra og var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar í lok tímabils.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner