Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 15. febrúar 2023 08:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úrslitum breytt í leik ÍA og Vestra út af ólöglegum leikmanni
ÍA dæmdur 3-0 sigur.
ÍA dæmdur 3-0 sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Búið er að breyta úrslitunum í leik ÍA og Vestra sem fram fór í Lengjubikar karla síðasta laugardag.

Vestri notaði ólöglegan leikmann í leiknum en inn á vefsíðu KSÍ má sjá að Fatai Gbadamosi er ekki enn búinn að fá félagaskipti frá Kórdrengjum yfir í Vestra.

Fatai spilaði allan leikinn fyrir Kórdrengi í Akraneshöllinni og fékk hann að líta gula spjaldið.

Búið er að dæma ÍA 3-0 sigur, en leikurinn var upprunalega mjög fjörugur og endaði 4-3 fyrir ÍA.

Vestri var 0-3 yfir í hálfleik og stefndi því margt í sigur Vestra í leiknum. Skagamenn kveiktu hins vegar heldur betur á sér í síðari hálfleiknum og var það Viktor Jónsson sem hóf endurkomuna. Haukur Andri Haraldsson minnkaði svo muninn í eitt mark þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Viktor setti sitt annað mark í leiknum og jafnaði metin. Það var svo Gísli Laxdal Unnarsson sem fullkomnaði magnaða endurkomu ÍA og tryggði liðinu sigur í sjö marka leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner