Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 15. febrúar 2023 16:37
Elvar Geir Magnússon
Xavi: Ten Hag hefur gert Man Utd spennandi aftur
Mynd: Getty Images
Xavi, stjóri Barcelona, hrósar kollega sínum Erik ten Hag fyrir þær breytingar sem hafa orðið á Manchester United. Þá segir hann að Marcus Rashford sé einn hættulegasti sóknarmaður Evrópu.

Barcelona tekur á móti Manchester United í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni á morgun.

Ráðningin á Ten Hag hefur haft góð áhrif á Manchester United, liðið er á flugi í ensku úrvalsdeildinni og komið í úrslit deildabikarsins.

„Ten Hag er gríðarlega fær þjálfari. Að mínu mati var ekki auðvelt verkefni að snúa við stöðu United en honum hefur tekist að gera það," segir Xavi.

„Liðið er spennandi aftur. Það er búið að breyta hlutum bæði sóknarlega og varnarlega. Allir vinna svo vel saman. Þetta er erfiður andstæðingur fyrir okkur og mjög áhugaverður þjálfari."

„Við þurfum sérstaklega að hafa góðar gætur á Rashford. Hann er einn hættulegasti sóknarmaður Evrópuboltans í dag," segir Xavi en Rashford hefur skorað þrettán mörk í fimmtán leikjum síðan HM í Katar lauk.

Barcelona verður án Sergio Busquets og Ousmane Dembele á fimmtudaginn. Liðið er á toppnum í La Liga, ellefu stigum á undan Real Madrid, og hefur unnið átta síðustu leiki í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner