Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   lau 15. febrúar 2025 14:49
Hafliði Breiðfjörð
Markaskorari Arsenal gleymdi konunni á Valentínusardaginn
Merino skoraði bæði mörkin fyrir Arsenal í dag.
Merino skoraði bæði mörkin fyrir Arsenal í dag.
Mynd: EPA
„Hann sagði mér að koma inná í stöðu framherja í morgun. Við ræddum þetta aðeins við einn af aðstoðarþjálfurunum. Þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem ég spila þessa stöðu," sagði Mikel Merino framherji Arsenal og vísaði í samtal við Mikel Arteta stjóra liðsin sem ákvað að tefla honum fram í framlínunni gegn Leicester í dag.

Merino svaraði kallinu og skoraði bæði mörk Arsenal í leiknum. „Hann sagði mér að nýta styrkleika mína og sem betur fer gat ég hjálpað liðinu með tveimur mörkum í dag."

Aðspurður hvort hann ætti von á að festast í sessi sem framherji sagði hann: „Ég á ekki von á því ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta er í fyrsta sinn sem ég næ að skora mörk eftir að hafa komið inn af bekknum sem framherji."

„Ég gleymdi að gefa konunni minni eitthvað á Valentínusardaginn svo þetta er tileinkað henni. Ég held að hún kunni betur að meta þetta en rós og eitthvað súkkulaði."

Athugasemdir
banner
banner
banner