Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 15. mars 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Heimir setti undrabarnið beint í byrjunarliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í Jamaíku gerðu markalaust jafntefli við Trínidad og Tóbagó í vináttuleik í nótt.

Heimir tók við landsliðinu um miðjan september og er enn í leit að fyrsta sigrinum. Þetta var annar leikurinn á þremur dögum gegn Trínidad og Tóbago en fyrri leikurinn tapaðist, 1-0.

Hann var ekki kominn með alla leikmennina í hópinn fyrir landsleikinn í nótt en var þó með menn á borð við Adrian Mariappa, Ravel Morrison, Omari Hutchinson og Tyler Roberts.

Þá fékk hinn 17 ára gamli Dujuan Richards að byrja sinn fyrsta landsleik.

Richards samdi á dögunum við Chelsea en hann hefur verið að gera það gott með Phoenix Academy í heimalandinu.

Næsti leikur Jamaíku er eftir tólf daga gegn Mexíkó í Þjóðadeild CONCACAF.
Athugasemdir
banner
banner
banner