Auðvitað viljum við fá keppnisleiki fyrir mót, en á sama tíma þá myndi ég segja að við þurfum aðeins að tapa til þess að fá hungrið aftur í að vinna.
Við skiljum kerfið hans Arnars og leikmenn sem komu inn í fyrra eru komnir með eitt ár af reynslu með liðinu.
Pablo Punyed var í gær til viðtals hér á Fótbolti.net. Pablo er leikmaður Víkings og er á leið í sitt fjórða tímabil í Víkinni.
Hann var staddur með liðsfélögum sínum á Kanaríeyjum. Flogið er heim í dag úr æfingaferðinni. Pablo var spurður út í undirbúningstímabilið og komandi átök í Bestu deildinni.
Hann var staddur með liðsfélögum sínum á Kanaríeyjum. Flogið er heim í dag úr æfingaferðinni. Pablo var spurður út í undirbúningstímabilið og komandi átök í Bestu deildinni.
„Ég er ánægður með undirbúningstímabil, það er búið að vera mjög gott. Ég myndi segja að við séum á betri stað en við vorum á í fyrra, erum í betra formi, liðsheildin er betri, erum nánast með sama lið og höfum fengið nokkra menn inn sem hafa verið upp á tíu. Við erum að einbeita okkur að fyrsta leik sem er gegn Val (Meistarakeppni KSÍ) og svo eru það Stjarnan, Fram og Breiðablik í Bestu deildinni. Það er stutt í að þetta byrjar."
Pablo talar um að liðið sé á betri stað. Hvað hafa Víkingar gert öðruvísi núna?
„Við erum búnir að vera lengur saman sem hópur, það hjálpar. Við skiljum kerfið hans Arnars og leikmenn sem komu inn í fyrra eru komnir með eitt ár af reynslu með liðinu. Það komu ekki margir inn núna og fóru ekki margir út núna."
Þurfa aðeins að tapa til að fá hungrið í að vinna aftur
Víkingur komst ekki í undanúrslit Lengjubikarsins. Pablo hefur ekki áhyggjur af því.
„Nei, það hefði bara verið bónus að ná þangað. Auðvitað viljum við fá keppnisleiki fyrir mót, en á sama tíma þá myndi ég segja að við þurfum aðeins að tapa til þess að fá hungrið aftur í að vinna. Ég held að þetta sé gott fyrir okkur."
Víkingur vann einungis tvo af fimm leikjum sínum í Lengjubikarnum en gerði hins vegar þrjú jafntefli.
Ætla ekki að verja titilinn, heldur að vinna hann aftur
Hvernig líst þér á deildina? Hvaða lið heldur þú að verði að berjast efst í töflunni?
„Allir byrja á núlli núna. Við ætlum okkur að reyna vinna deildina, ætlum ekki að verja titilinn, heldur vinna hann aftur. Ég myndi segja að það séu 7-8 lið sem geta barist um titilinn núna. Ég myndi halda að deildin verði miklu, miklu þéttari en í fyrra," sagði Pablo.
Komnir
Jón Guðni Fjóluson frá Hammarby
Óskar Örn Hauksson frá Grindavík
Pálmi Rafn Arinbjörnsson frá Wolves
Valdimar Þór Ingimundarson frá Sogndal
Bjarki Björn Gunnarsson frá ÍBV (var á láni)
Sveinn Gísli Þorkelsson frá Fylki (var á láni)
Farnir
Arnór Borg Guðjohnsen til FH (var á láni - seldur)
Birnir Snær Ingason til Halmstad
Logi Tómasson til Strömsgodset
Kyle McLagan í Fram
Þórður Ingason hættur
Athugasemdir