Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. mars 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hurzeler: Áttum að yfirgefa völlinn sem sigurvegarar
Mynd: EPA
Fabian Hurzeler, stjóri Brighton, var vonsvikinn eftir 2-2 jafntefli gegn Man City í dag.

Brighton var nálægt því að taka stigin þrjú undir lokin þegar Carlos Baleba skaut yfir markið úr góðu færi.

„Ég var að koma úr klefanum og það er vonbrigðar tilfinning. Við áttum skilið að vinna, ég er ánægður með frammistöðuna og við verðum að sætta okkur við úrslitin. Það er gott að vera svekktur en við einbeitum okkur að frammistöðunni," sagði Hurzeler.

„Við gáfum ódýr mörk. Að við komum tvisvar til baka og fengum færi til að vinna er mjög jákvætt. Það er augljóst fyrir mér að við hefðum átt að yfirgefa völlinn sem sigurvegarar, svona er fótboltinn stundum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner