Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 15. apríl 2021 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Crouch steingleymdi að hann væri einn af fimm
Fimm enskir leikmenn hafa nú skorað í báðum leikjunum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Phil Foden varð sá fimmti þegar hann skoraði Manchester City í gær. Þeir Owen Hargreaves, Jolean Lescott og Peter Crouch voru sérfræðingar á BT Sport í glær og voru þeir spurðir hverjir hinir fjórir voru.

Þremenningarnir gátu giskað á Wayne Rooney, Raheem Sterling og Frank Lampard.

Hargreaves giskaði á David Beckham en þáttarstjórnandi svaraði til baka með 'Peter Crouch'.

„Var það? Ég var góður leikmaður. Góðir tímar," sagði Crouch og skellihló. Hann var búinn að gleyma því að hann skoraði bæði heima og úti gegn PSV árið 2007.


Athugasemdir
banner