Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   þri 15. apríl 2025 23:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir Aston Villa og PSG: Donnarumma stórkostlegur - McGinn bestur hjá Villa
Mynd: EPA
Mynd: EPA
PSG er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir tap gegn Aston Villa á Villa Park í kvöld. Leiknum lauk með 3-2 sigri Villa en PSG vann samanlagt 5-4.

Þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk var Gianluigi Donnarumma valinn maður leiksins hjá Sky Sports. Villa liðið sóttii hart að marki PSG í seinni hálfleik og Donnarumma átti nokkrar stórkostlegar vörslur.

John McGinn átti frábæran leik á miðjunni hjá Aston Villa og skoraði stórkostlegt mark. Hann fær átta í einkunn.

Aston Villa: Martinez (6), Cash (6), Konsa (7), Pau (6), Digne (6), McGinn (8), Kamara (7), Tielemans (7), Onana (6), Rogers (7), Rashford (7).
Varamenn: Ramsey (6), Asensio (6), Watkins (6), Maatsen (6), Barkley (Spilaði ekki nóg).

Paris Saint-Germain: Donnarumma (8), Hakimi (7), Pacho (6), Marquinhos (6), Mendes (7), Vitinha (6), Ruiz (7), Neves (7), Dembele (7), Barcola (7), Kvaratskhelia (6).
Varamenn: Doue (6).
Athugasemdir
banner