Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   þri 15. apríl 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Helena Ósk hjá Val út 2027
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helena Ósk Hálfdánardóttir hefur framlengt samningi sínum við Val út 2027. Þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu í gær.

Fyrrum unglingalandsliðskonan gekk í raðir Vals frá Breiðabliki fyrir síðasta tímabil.

Hún spilaði aðeins 1 leik með Val í Bestu deildinni og skoraði þeim leik, en fyrri hluta sumarsins var hún á láni hjá FH þar sem hún lék tíu leiki og gerði eitt mark.

Helena spilaði alla leiki Vals í Lengjubikarnum og fær væntanlega stærra hlutverk á komandi leiktíð.

Mikil ánægja er með hennar framlag og hefur hún nú verið verðlaunað með nýjum samningi sem gildir út 2027.

Fyrsti leikur Vals í Bestu deildinni er gegn hennar gömlu félögum í FH á morgun en hann hefst klukkan 18:00 og er spilaður á Hlíðarenda.
Athugasemdir
banner
banner