Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   mið 15. maí 2019 22:16
Daníel Smári Magnússon
Ágúst Gylfason: Þeir herjuðu á okkur
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
,„Þetta var gríðarlega erfitt, fyrir mig persónulega og leikmennina inná vellinum. Þetta var ringulreið og KA menn héldu okkur inní eigin teig,'' sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks eftir 0-1 útisigur liðsins á KA í 4. umferð Pepsi Max deildar karla.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Breiðablik

„Við vörðumst gríðarlega vel, skoruðum mark í byrjun leiks úr víti, en þeir herjuðu á okkur og við náðum ekki alveg að halda dampi.''

Aðspurður um vítaspyrnudóminn sagði Ágúst: „Ég í rauninni sé það ekki vel, bara allt í einu dæmt víti og ég þarf að skoða það betur. En dómarinn dæmir það, gott fyrir okkur en vont fyrir KA menn.''

„KA liðið á heiður skilið, þeir börðust eins og ljón um allan völl en áttu erfitt með að brjóta okkur niður, í þessu þriggja hafsenta kerfi,'' sagði Ágúst.

Þegar hann var spurður útí stöðu Jonathan Hendrickx sagði Ágúst: „Belgískt lið hefur áhuga á honum og við höfum ákveðið að hleypa honum þangað. Hann er veikur núna og við ákváðum að taka hann ekki með í dag, en hann verður vonandi klár gegn Skagamönnum.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner