Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
   mið 15. maí 2019 22:16
Daníel Smári Magnússon
Ágúst Gylfason: Þeir herjuðu á okkur
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
,„Þetta var gríðarlega erfitt, fyrir mig persónulega og leikmennina inná vellinum. Þetta var ringulreið og KA menn héldu okkur inní eigin teig,'' sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks eftir 0-1 útisigur liðsins á KA í 4. umferð Pepsi Max deildar karla.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Breiðablik

„Við vörðumst gríðarlega vel, skoruðum mark í byrjun leiks úr víti, en þeir herjuðu á okkur og við náðum ekki alveg að halda dampi.''

Aðspurður um vítaspyrnudóminn sagði Ágúst: „Ég í rauninni sé það ekki vel, bara allt í einu dæmt víti og ég þarf að skoða það betur. En dómarinn dæmir það, gott fyrir okkur en vont fyrir KA menn.''

„KA liðið á heiður skilið, þeir börðust eins og ljón um allan völl en áttu erfitt með að brjóta okkur niður, í þessu þriggja hafsenta kerfi,'' sagði Ágúst.

Þegar hann var spurður útí stöðu Jonathan Hendrickx sagði Ágúst: „Belgískt lið hefur áhuga á honum og við höfum ákveðið að hleypa honum þangað. Hann er veikur núna og við ákváðum að taka hann ekki með í dag, en hann verður vonandi klár gegn Skagamönnum.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner