Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   mið 15. maí 2019 22:16
Daníel Smári Magnússon
Ágúst Gylfason: Þeir herjuðu á okkur
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
,„Þetta var gríðarlega erfitt, fyrir mig persónulega og leikmennina inná vellinum. Þetta var ringulreið og KA menn héldu okkur inní eigin teig,'' sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks eftir 0-1 útisigur liðsins á KA í 4. umferð Pepsi Max deildar karla.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Breiðablik

„Við vörðumst gríðarlega vel, skoruðum mark í byrjun leiks úr víti, en þeir herjuðu á okkur og við náðum ekki alveg að halda dampi.''

Aðspurður um vítaspyrnudóminn sagði Ágúst: „Ég í rauninni sé það ekki vel, bara allt í einu dæmt víti og ég þarf að skoða það betur. En dómarinn dæmir það, gott fyrir okkur en vont fyrir KA menn.''

„KA liðið á heiður skilið, þeir börðust eins og ljón um allan völl en áttu erfitt með að brjóta okkur niður, í þessu þriggja hafsenta kerfi,'' sagði Ágúst.

Þegar hann var spurður útí stöðu Jonathan Hendrickx sagði Ágúst: „Belgískt lið hefur áhuga á honum og við höfum ákveðið að hleypa honum þangað. Hann er veikur núna og við ákváðum að taka hann ekki með í dag, en hann verður vonandi klár gegn Skagamönnum.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner