Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 15. maí 2019 22:16
Daníel Smári Magnússon
Ágúst Gylfason: Þeir herjuðu á okkur
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
,„Þetta var gríðarlega erfitt, fyrir mig persónulega og leikmennina inná vellinum. Þetta var ringulreið og KA menn héldu okkur inní eigin teig,'' sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks eftir 0-1 útisigur liðsins á KA í 4. umferð Pepsi Max deildar karla.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Breiðablik

„Við vörðumst gríðarlega vel, skoruðum mark í byrjun leiks úr víti, en þeir herjuðu á okkur og við náðum ekki alveg að halda dampi.''

Aðspurður um vítaspyrnudóminn sagði Ágúst: „Ég í rauninni sé það ekki vel, bara allt í einu dæmt víti og ég þarf að skoða það betur. En dómarinn dæmir það, gott fyrir okkur en vont fyrir KA menn.''

„KA liðið á heiður skilið, þeir börðust eins og ljón um allan völl en áttu erfitt með að brjóta okkur niður, í þessu þriggja hafsenta kerfi,'' sagði Ágúst.

Þegar hann var spurður útí stöðu Jonathan Hendrickx sagði Ágúst: „Belgískt lið hefur áhuga á honum og við höfum ákveðið að hleypa honum þangað. Hann er veikur núna og við ákváðum að taka hann ekki með í dag, en hann verður vonandi klár gegn Skagamönnum.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner