Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. júní 2017 19:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Everton verður búið að eyða 70 milljónum í lok vikunnar
Davy Klaassen gengur líklega til liðs við Everton á næstu dögum
Davy Klaassen gengur líklega til liðs við Everton á næstu dögum
Mynd: Getty Images
Everton keypti í dag markvörðinn Jordan Peckford frá Sunderland og standi hann sig vel verður hann dýrasti leikmaður í sögu Everton.

Félagið er hins vegar ekki hætt á leikmannamarkaðnum, langt því frá.

Davy Klaassen, fyrirliði Ajax og M'Baye Niang, leikmaður AC Milan eru báðir á leiðinni til félagsins en félög leikmannanna hafa samþykkt tilboð Everton í þá báða. Aðeins á eftir að semja við leikmennina.

Kaupverðið á þessum þremur leikmönnum fer samtals upp í um 70 milljón punda.

Everton hefur einnig áhuga á Michael Keane, leikmanni Burnley og Sandro Ramirez, leikmanni Malaga.

Þá hefur íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verið eftirsóttur af Everton í langan tíma en verðmiðinn á Gylfa er sagður geta farið upp í 40 milljónir punda! Það myndi gera Gylfa að dýrasta leikmanni í sögu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner