Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 15. júní 2017 21:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stebbi Gísla: Mesti fókusinn búinn að vera á hugarfarinu
Ánægður með sigurinn.
Ánægður með sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur. Við töluðum um það fyrir leikinn að það er einn þriðji búinn af mótinu og að útkoman úr þessum leik myndi marka það hvar við viljum vera í deildinni," sagði Stefán Gíslason, þjálfari Hauka, eftir 2-1 sigur á HK.

Sigurinn gerir mikið fyrir Hauka í Inkasso-deildinni, en þetta var fyrsti sigurleikur liðsins í deildinni síðan í 1. umferð.

Lestu um leikinn: Haukar 2 -  1 HK

„Með þessum sigri þá getum við ennþá blandað okkur í efri hlutann, ef við hefðum tapað þá hefðum við verið í miðjumoði."

Hann segir að aðaláherslan hafi verið lögð á hugarfarið.

„Eftir síðasta leik á móti Keflavík þá er mesti fókusinn búinn að vera á hugarfarinu og hvað það er sem menn vilja."

Hefði það verið áhyggjuefni fyrir Hauka, hefðu þeir ekki unnið?

„Áhyggjuefni, kannski ekki, en við viljum vera í efri hluta deildarinnar og við viljum blanda okkur þar inn."

Fufura, framherji Hauka, er meiddur og spilaði ekki í kvöld. Stefán var spurður út í hann að leik loknum og þar staðfesti hann það sem menn óttuðust. Fufura spilar ekki meira í sumar.

„Hann fór illa í hnéinu og verður frá út tímabilið."

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari HK, reif skóna fram í kvöld og spilaði fyrir HK. Er séns á að Stefán geri slíkt hið sama?

„Nei," sagði hann léttur.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner