„Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur. Við töluðum um það fyrir leikinn að það er einn þriðji búinn af mótinu og að útkoman úr þessum leik myndi marka það hvar við viljum vera í deildinni," sagði Stefán Gíslason, þjálfari Hauka, eftir 2-1 sigur á HK.
Sigurinn gerir mikið fyrir Hauka í Inkasso-deildinni, en þetta var fyrsti sigurleikur liðsins í deildinni síðan í 1. umferð.
Sigurinn gerir mikið fyrir Hauka í Inkasso-deildinni, en þetta var fyrsti sigurleikur liðsins í deildinni síðan í 1. umferð.
Lestu um leikinn: Haukar 2 - 1 HK
„Með þessum sigri þá getum við ennþá blandað okkur í efri hlutann, ef við hefðum tapað þá hefðum við verið í miðjumoði."
Hann segir að aðaláherslan hafi verið lögð á hugarfarið.
„Eftir síðasta leik á móti Keflavík þá er mesti fókusinn búinn að vera á hugarfarinu og hvað það er sem menn vilja."
Hefði það verið áhyggjuefni fyrir Hauka, hefðu þeir ekki unnið?
„Áhyggjuefni, kannski ekki, en við viljum vera í efri hluta deildarinnar og við viljum blanda okkur þar inn."
Fufura, framherji Hauka, er meiddur og spilaði ekki í kvöld. Stefán var spurður út í hann að leik loknum og þar staðfesti hann það sem menn óttuðust. Fufura spilar ekki meira í sumar.
„Hann fór illa í hnéinu og verður frá út tímabilið."
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari HK, reif skóna fram í kvöld og spilaði fyrir HK. Er séns á að Stefán geri slíkt hið sama?
„Nei," sagði hann léttur.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
























