Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. júní 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Kjartan og Binni háðu mikla baráttu í gær - „Svona á fótbolti að vera"
Baráttan í gær
Baráttan í gær
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þeir Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR og Brynjar Hlöðversson, varnarmaður Leiknis, háðu mikla baráttu í leik liðanna í gærkvöldi.

Þeir mættust í ófáum návígum og rifu upp brögðin í bókinni þegar þeir reyndu að ná yfirhöndinni í baráttunni.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 - 2 KR

Kjartan skoraði mark í leiknum og fékk að líta gula spjaldið, þó ekki fyrir brot á Binna. Binni sjálfur fékk ekki spjald þó Kjartan hafi átt erfitt með að trúa því.

Binni var spurður út í þessa baráttu í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.

„Það er gaman að mæta góðum framherjum og þeir eru flottir. Kjartan kann að láta finna fyrir sér og hefur gaman af því að fá alvöru mótherja á móti sér. Við skemmtum okkur vel saman á móti hvorum öðrum," sagði Binni.

Kjartan Henry var einnig spurður út í þessa baráttu í viðtali við Smára Jökul Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Ég vil það og svona á fótbolti að vera. Hann (Binni) er ótrúlega klókur og það er nánast með ólíkindum að hann slapp við að fá spjald í þessum leik. Það skiptir engu máli því við unnum. Við tókumst í hendur eftir leikinn og það var mjög gaman að spila á móti honum sem og öllu Leiknisliðinu," sagði Kjartan.

Umræðu í Stúkunni má sjá hér að neðan sem og viðtölin við bæði Kjartan og Binna.


Binni Hlö: Þeir náðu að svæfa okkur
Athugasemdir
banner
banner