Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 15. júní 2021 19:23
Victor Pálsson
Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Hummels gegn Frökkum
Frakkland er komið yfir gegn Þýskalandi á EM en þessi stórleikur er spilaður á Allianz Arena í Munchen.

Það tók Frakka um 19 mínútur að skora fyrsta markið en það reyndist vera sjálfsmark.

Reynsluboltinn Mats Hummels skoraði það fyrir Þýskaland á ansi klaufalegan hátt.

Hummels réð ekki við fasta fyrirgjöf fyrir markið og sparkaði boltanum með leggnum í þaknetið.

Manuel Neuer er í marki Þýskalands en hann réð ekki við þessi tilþrif Hummels.


Athugasemdir
banner