Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 15. júní 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segja að Pogba sé búinn að ná samkomulagi við Juve
Allegri var stjóri Juve á árunum 2014-19 og tók aftur við síðasta sumar.
Allegri var stjóri Juve á árunum 2014-19 og tók aftur við síðasta sumar.
Mynd: EPA
Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano og heimildarmenn ESPN greina frá því í dag að Paul Pogba sé að ganga í raðir Juventus.

Pogba kemur á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Manchester United rennur út um næstu mánaðarmót.

Pogba er 29 ára gamall og er sagður gera fjögurra ára samning við Juventus.

Ef þetta verður raunin þá verður þetta í annað sinn sem Pogba fer frá United til Juventus. Það sama gerðist árið 2012.

Pogba varð fjórum sinnum ítalskur meistari þegar hann var þar í fyrra skiptið. Pogba var svo keyptur aftur til United sumarið 2016 á tæplega 90 milljónir punda.

Pogba mun greina frá ákvörðun sinni í heimildarmyndinni The Pogmentary sem verður gefin út á Amazon Prime á föstudag. Hann var einnig orðaður við PSG en ekkert varð úr því að franski landsliðsmaðurinn færi þangað.
Athugasemdir
banner