Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 15. júní 2024 17:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hólmar Örn Rúnarsson, Bói, var þjálfari Keflavíkur í dag gegn Dalvík/Reyni. Hann var mjög vonsvikinn með frammistöðu liðsins í markalausu jafntefli.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Keflavík

„Hugmyndaflugið lélegt og boltinn gekk illa á milli manna. Það vantaði auka kraft til að klára þetta. Þeir voru stórhættulegir líka í skyndisóknum og hefðu getað stoðlið þessu undir lokin," sagði Bói.

Abdeen Temitope Abdul framherji Dalvíkur/Reynis var erfiður viðureignar fyrir Keflvíkinga í dag.

„Það þarf að hafa sig allan við. Hann er fljótur, sterkur og áræðinn. Þeir eru vel skipulagðir, það er ekkert lið búið að vinna hérna. Við virðum punktinn en erum svolítið svekktir að vera einum fleiri og fá ekki meira út úr þessu," sagði Bói.

Bói var spurður út í atvikið þegar Amin Guerrero Touik leikmaður Dalvíkur/Reynis fékk rautt spjald fyrir að kýla Gunnlaug Fannar Guðmundsson í punginn.

„Mér skilst að einn hafi slegið okkar leikmann í punginn og línuvörðurinn virðist sjá það en stoppar samt ekki leikinn. Svo fer dómarinn að athuga hvort það sé í lagi með okkar mann og hann segir hvað hafði gerst. Þá fer hann að tala við línuvörðinn og okkar maður fær spjald fyrir að bregðast illa við. Þetta var skrítin atburðarás en þeir leystu ágætlega út úr þessu," sagði Bói.


Athugasemdir
banner
banner