Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
   lau 15. júní 2024 17:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hólmar Örn Rúnarsson, Bói, var þjálfari Keflavíkur í dag gegn Dalvík/Reyni. Hann var mjög vonsvikinn með frammistöðu liðsins í markalausu jafntefli.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Keflavík

„Hugmyndaflugið lélegt og boltinn gekk illa á milli manna. Það vantaði auka kraft til að klára þetta. Þeir voru stórhættulegir líka í skyndisóknum og hefðu getað stoðlið þessu undir lokin," sagði Bói.

Abdeen Temitope Abdul framherji Dalvíkur/Reynis var erfiður viðureignar fyrir Keflvíkinga í dag.

„Það þarf að hafa sig allan við. Hann er fljótur, sterkur og áræðinn. Þeir eru vel skipulagðir, það er ekkert lið búið að vinna hérna. Við virðum punktinn en erum svolítið svekktir að vera einum fleiri og fá ekki meira út úr þessu," sagði Bói.

Bói var spurður út í atvikið þegar Amin Guerrero Touik leikmaður Dalvíkur/Reynis fékk rautt spjald fyrir að kýla Gunnlaug Fannar Guðmundsson í punginn.

„Mér skilst að einn hafi slegið okkar leikmann í punginn og línuvörðurinn virðist sjá það en stoppar samt ekki leikinn. Svo fer dómarinn að athuga hvort það sé í lagi með okkar mann og hann segir hvað hafði gerst. Þá fer hann að tala við línuvörðinn og okkar maður fær spjald fyrir að bregðast illa við. Þetta var skrítin atburðarás en þeir leystu ágætlega út úr þessu," sagði Bói.


Athugasemdir
banner
banner
banner