Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
Guðni Eiríks: Ef einhvertíman er hægt að tala um ósanngjörn úrslit þá er það í dag
Jóhannes Karl: Áttum innistæðu fyrir því að eitthvað myndi detta með okkur
J. Glenn: Við verðum að skora
Jóhann Kristinn: Þetta var ekki sjálfsagt
Höskuldur léttur: Ætli maður verði ekki að slá þetta met?
Dóri Árna: Ástæðan fyrir því að þeir koma inn í annarri umferð
Aron Elís klár í slaginn - „Þetta var gríðarlegt svekkelsi"
Vill að Víkingar verði „dirty" aftur - „Tölfræðin er lygilega góð"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Stefni á vallarmetið
Jón Þór: Enginn heimsendir að koma hingað og gera jafntefli
Heimir Guðjóns: Erum að reyna að breyta því að mönnum finnist skemmtilegt að koma á Kaplakrika
Hinrik Harðar: Ég held að pabbi hafi verið Skagamaður í þessum leik
Aron Bjarna: Vorum búnir að bíða í smá tíma eftir sigri í deildinni
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Rúnar Páll: Spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman
Jökull: Skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild - Viljum halda áfram að verða betri
Helgi Fróði: Hann er sá langbesti í deildinni
Pálmi Rafn: Þar liggur vandamálið okkar
Gunnar Magnús: Gleði að upplifa það loksins að vinna fótboltaleik
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
   lau 15. júní 2024 17:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hólmar Örn Rúnarsson, Bói, var þjálfari Keflavíkur í dag gegn Dalvík/Reyni. Hann var mjög vonsvikinn með frammistöðu liðsins í markalausu jafntefli.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Keflavík

„Hugmyndaflugið lélegt og boltinn gekk illa á milli manna. Það vantaði auka kraft til að klára þetta. Þeir voru stórhættulegir líka í skyndisóknum og hefðu getað stoðlið þessu undir lokin," sagði Bói.

Abdeen Temitope Abdul framherji Dalvíkur/Reynis var erfiður viðureignar fyrir Keflvíkinga í dag.

„Það þarf að hafa sig allan við. Hann er fljótur, sterkur og áræðinn. Þeir eru vel skipulagðir, það er ekkert lið búið að vinna hérna. Við virðum punktinn en erum svolítið svekktir að vera einum fleiri og fá ekki meira út úr þessu," sagði Bói.

Bói var spurður út í atvikið þegar Amin Guerrero Touik leikmaður Dalvíkur/Reynis fékk rautt spjald fyrir að kýla Gunnlaug Fannar Guðmundsson í punginn.

„Mér skilst að einn hafi slegið okkar leikmann í punginn og línuvörðurinn virðist sjá það en stoppar samt ekki leikinn. Svo fer dómarinn að athuga hvort það sé í lagi með okkar mann og hann segir hvað hafði gerst. Þá fer hann að tala við línuvörðinn og okkar maður fær spjald fyrir að bregðast illa við. Þetta var skrítin atburðarás en þeir leystu ágætlega út úr þessu," sagði Bói.


Athugasemdir
banner
banner
banner