Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   lau 15. júní 2024 17:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hólmar Örn Rúnarsson, Bói, var þjálfari Keflavíkur í dag gegn Dalvík/Reyni. Hann var mjög vonsvikinn með frammistöðu liðsins í markalausu jafntefli.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Keflavík

„Hugmyndaflugið lélegt og boltinn gekk illa á milli manna. Það vantaði auka kraft til að klára þetta. Þeir voru stórhættulegir líka í skyndisóknum og hefðu getað stoðlið þessu undir lokin," sagði Bói.

Abdeen Temitope Abdul framherji Dalvíkur/Reynis var erfiður viðureignar fyrir Keflvíkinga í dag.

„Það þarf að hafa sig allan við. Hann er fljótur, sterkur og áræðinn. Þeir eru vel skipulagðir, það er ekkert lið búið að vinna hérna. Við virðum punktinn en erum svolítið svekktir að vera einum fleiri og fá ekki meira út úr þessu," sagði Bói.

Bói var spurður út í atvikið þegar Amin Guerrero Touik leikmaður Dalvíkur/Reynis fékk rautt spjald fyrir að kýla Gunnlaug Fannar Guðmundsson í punginn.

„Mér skilst að einn hafi slegið okkar leikmann í punginn og línuvörðurinn virðist sjá það en stoppar samt ekki leikinn. Svo fer dómarinn að athuga hvort það sé í lagi með okkar mann og hann segir hvað hafði gerst. Þá fer hann að tala við línuvörðinn og okkar maður fær spjald fyrir að bregðast illa við. Þetta var skrítin atburðarás en þeir leystu ágætlega út úr þessu," sagði Bói.


Athugasemdir
banner
banner