Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. júlí 2019 12:49
Arnar Daði Arnarsson
Arnór Ingvi óbrotinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn, Arnór Ingvi Traustason leikmaður Malmö í Svíþjóð var borinn af velli í fyrri hálfleik þegar Djurgarden og Malmö mættust í sænsku úrvalsdeildinni í gær.

Arnór ætlaði þá að ná til boltans á vítateigslínu Malmö og leikmaður Djurgarden virtist ætla sér það sama en fór í stað þess harkalega í löppina á Arnóri.

Myndband af þessari hrottalegu tæklingu má sjá með því að smella hér.

Óttast var að Arnór Ingvi hefði fótbrotnað í kjölfarið en nú hefur það verið staðfest að Arnór Ingvi sé óbrotinn.

Jesper Roberts­son, sjúkraþjálf­ari Mal­mö, seg­ir á heimasíðu félagins að mynda­taka hafi leitt í ljós að Arn­ór er óbrot­inn.

„Við get­um staðfest að það eru eng­in bein­brot á neðri fót­leggn­um né ökkl­an­um. Það eru hinsveg­ar al­var­leg­ir áverk­ar á liðbönd­um í ökkl­an­um," sagði Jesper og bætir við að Arnór þurfi ekki að gangast undir aðgerð.
Athugasemdir
banner
banner
banner