Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. júlí 2021 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Edouard Mendy með skilaboð til Sancho, Saka og Rashford
Mynd: Chelsea
Edouard Mendy, markvörður Chelsea og senegalska landsliðsins, sendi skilaboð til stuðnings við ensku stjörnurnar sem urðu fyrir kynþáttaníði eftir tap í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Ítalíu.

Bukayo Saka, Jadon Sancho og Marcus Rashford brenndu allir af í vítaspyrnukeppninni og fengu þónokkuð magn hrottalegra skilaboða sem voru full af kynþáttaníði.

„Knattspyrna er íþrótt sem sameinar okkur og gefur okkur ótrúlegar tilfinningar. Bakvið hvern leikmann er lið, félag, þjóð, fjölskylda og stuðningsmenn sem við knattspyrnumenn viljum gera stolt af okkur. Það skiptir engu máli hvaðan við komum," skrifar Mendy á Instagram.

„Kynþáttafordómar ættu ekki að vera til, hvorki í knattspyrnuheiminum né í þjóðfélaginu. Við getum ekki liðið svona hegðun og verðum að halda áfram að berjast gegn henni.

„@marcusrashford @sanchooo10 og @bukayosaka87 ég vil veita ykkur og fjölskyldum ykkar minn innilega stuðning og segja ykkur hversu stoltir þið getið verið. Þið eruð fyrirmyndir og sönn hvatning fyrir milljónir barna um allan heim.

„Við stöndum saman 🙏🏾."



Athugasemdir
banner
banner
banner