Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 15. júlí 2021 23:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jósef Kristinn aftur í Grindavík (Staðfest)
Lengjudeildin
Ein gömul og góð.
Ein gömul og góð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jósef Kristinn Jósefsson hefur fengið félagaskipti yfir í uppeldisfélag sitt, Grindavík.

Jósef Kristinn, sem er 31 árs, ákvað að leggja skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð en svo virðist sem þeir séu komnir aftur af hillunni.

Hann spilaði með Stjörnunni frá 2017 til 2020 en hefur annars leikið allan sinn feril með Grindavík, fyrir utan stutt stopp hjá Chernomorets Burgas í Búlgaríu.

Á sínum tíma lék hann 22 yngri landsliðsleiki og skoraði þrjú mörk.

Hann er núna mættur aftur í Grindavík og spurning hversu mikið hann mun koma við sögu í sumar. Grindavík er í toppbaráttunni í Lengjudeildinni.

Ólafur Guðmundsson fór frá Grindavík í FH í gær, og spurning hvort Jósef Kristinn muni fylla hans skarð í bakverðinum.

Sjá einnig:
Jobbi: Hefði kannski átt að hugsa um rassgatið á sjálfum mér
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner