Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. júlí 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin í dag - Íslensku liðin í góðri stöðu
FH hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Pepsi Max-deildinni í sumar en er í þokkalegri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Sligo Rovers.
FH hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Pepsi Max-deildinni í sumar en er í þokkalegri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Sligo Rovers.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það er aragrúi leikja á dagskrá í Sambandsdeildinni í kvöld og verða þrjú íslensk lið í eldlínunni sem eiga öll góða möguleika á að komast áfram.

Fyrsti leikur dagsins fer fram á Írlandi þar sem Sligo Rovers taka á móti FH. Hafnfirðingar eru einu marki yfir eftir 1-0 sigur á heimavelli, Steven Lennon gerði sigurmarkið á 85. mínútu gegn tíu leikmönnum Sligo.

Stjarnan heimsækir svo Bohemian FC, einnig til Írlands, en liðin skildu jöfn 1-1 í Garðabænum.

Að lokum á Breiðablik svo heimaleik við Racing Luxembourg. Blikar lentu tveimur mörkum úti í Lúx en sneru stöðunni við og báru að lokum sigur, 3-2. Þeir eru því í kjörstöðu fyrir seinni leikinn í Kópavogi.

Leikir kvöldsins:
17:00 Sligo Rovers-FH (Showgrounds) (0-1)
18:45 Bohemian FC-Stjarnan (Dalymount Park) (1-1)
19:00 Breiðablik-Racing Luxembourg (Kópavogsvöllur) (3-2)
Athugasemdir
banner
banner
banner