Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 15. júlí 2021 20:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sambandsdeildin: Stjarnan úr leik eftir tap á Írlandi
Stjarnan er úr leik.
Stjarnan er úr leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bohemians 3 - 0 Stjarnan
1-0 Georgie Kelly ('34 )
2-0 Georgie Kelly ('54 )
3-0 Liam Burt ('75 )

Stjarnan er fyrsta íslenska félagið sem fellur úr leik í Sambandsdeildinni, nýrri keppni á vegum UEFA.

Stjarnan mætti írska liðinu Bohemians á þjóðarleikvangi Íra í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli og því var þetta bara hreinn úrslitaleikur í kvöld.

Því miður voru heimamenn sterkari í kvöld, á heimavelli.

Georgie Kelly reyndist Stjörnumönnum erfiður í kvöld. Hann kom Bohemians yfir þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Eftir tæpar tíu mínútur í seinni hálfleik skoraði hann aftur og staðan mjög erfið fyrir Garðbæinga.

Liam Burt gerði algjörlega út um einvígið þegar stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma.

Lokatölur 3-0 og er Stjarnan úr leik. FH er komið áfram og útlit er fyrir að Breiðablik fari áfram, en leikur þeirra við Racing frá Lúxemborg er enn í gangi. Hægt er að fara í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli með því smella hérna.

Lið Stjörnunnar:
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson (f)
6. Magnus Anbo (Einar Karl Ingvarsson '69)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson (Halldór Orri Björnsson '69)
12. Heiðar Ægisson
20. Eyjólfur Héðinsson (Eggert Aron Guðmundsson '80)
21. Elís Rafn Björnsson
22. Emil Atlason (Oliver Haurits '69)
23. Casper Sloth (Tristan Freyr Ingólfsson '88)

Tölfræði:
Skottilraunir: 15 - 11
Á markið: 5 - 3
Með bolta: 54 - 46%
Athugasemdir
banner
banner
banner