fim 15. ágúst 2019 21:04
Magnús Már Einarsson
Elfar Freyr henti rauða spjaldinu í jörðina
Elfar Freyr Helgason.
Elfar Freyr Helgason.
Mynd: Eyþór Árnason
Elfar Freyr Helgason, varnarmaður Breiðabliks, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins gegn Víkingi R. í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld en hann átti ljóta tæklingu á Ágúst Eðvald Hlynsson.

Eftir að Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, lyfti rauða spjaldinu tók Elfar það af honum og henti spjaldinu á gervigrasið.

„Elfar missir stjórn á sér og fær rautt fyrir tæklingu á Ágústi! Hann hafði tekið annað brot á undan. Tekur svo rauða spjaldið af Þorvaldi og hendir því í jörðina. Hvað er maðurinn að pæla???" sagði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu frá Víkingsvelli.

Elfar á von á lengra leikbanni eftir viðbrögð sín við spjaldinu en aga og úrskurðarnefnd tekur málið fyrir á fundi sínum næstkomandi þriðjudag.

Spjöld í deild og bikar eru aðskilin og því mun Elfar taka leikbannið út í Mjólkurbikarnum á næsta ári.







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner