Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 15. ágúst 2022 23:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Körfuboltamaður um Nunez: Hefði bara átt að toga í hárið á honum
Darwin Nunez.
Darwin Nunez.
Mynd: EPA
Önnur umferðin í ensku úrvalsdeildinni kláraðist í kvöld, veislan er komin á fullt.

Liverpool gerði jafntefli gegn Crystal Palace í kvöld, en eftir leikinn í kvöld ákvað körfuboltamaðurinn Josh Hart að blanda sér í umræðuna á samfélagsmiðlum.

Hart, sem leikur með Portland Trail Blazers í NBA-deildinni, er ekki par sáttur eftir helgina en hann er mikill Chelsea stuðningsmaður.

Chelsea gerði 2-2 jafntefli við Tottenham í nágrannaslag í gær, en stuðningsmenn Chelsea voru brjálaðir eftir leikinn. Þeir vildu fá rautt spjald á Cristian Romero og aukaspyrnu áður en jöfnunarmarkið kom í blálokin.

„Í ensku úrvalsdeildinni er bannað að skalla mótherjann... hann hefði bara átt að toga í hárið á honum. Þá hefði ekki neitt verið dæmt," skrifaði Hart á Twitter í kvöld.

Romero togaði í hár Marc Cucurella í gær og var það skoðað í VAR, en ekkert var dæmt á það. Darwin Nunez fékk í kvöld að líta rauða spjaldið fyrir að skalla til mótherja.


Athugasemdir
banner
banner
banner