Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 15. ágúst 2025 23:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Skelfilegur leikur hjá markverði Girona
Mynd: EPA
Paulo Gazzaniga átti hræðilegt kvöld í marki Girona þegar liðið tapaði gegn Rayo Vallecano í spænsku deildinni í fyrstu umferð deildarinnar.

Þetta byrjaði allt á því að hann hitti ekki boltann þegar hann ætlaði að sparka honum fram. Jorge De Frutos komst í boltann og skoraði örugglega.

Stuttu síðar bætti Alvaro Garcia öðru marki Rayo Vallecano við eftir sendingu frá De Frutos. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Gazzaniga síðan rautt spjald fyrir brot á De Frutos inn í teig en það var aftur eftir slæma sendingu sem fór beint á De Frutos.

Isi Palazon skoraði úr vítinu en Joel Roca klóraði í bakkann fyrir Girona í seinni hálfleik en nær komust þeir ekki.

Nýliðar Real Oviedo mættu til leiks í kvöld þegar liðið heimsótti Villarreal en heimamenn fóru með sigur af hólmi. Salomon Rondon hefði getað komið Oviedo yfir snemma leiks en klikkaði á vítaspyrnu.

Girona 1 - 3 Rayo Vallecano
0-1 Jorge De Frutos Sebastian ('18 )
0-2 Alvaro Garcia ('20 )
0-3 Isi Palazon ('45 , víti)
1-3 Joel Roca ('57 )
Rautt spjald: Paulo Gazzaniga, Girona ('43)

Villarreal 2 - 0 Oviedo
0-0 Salomon Rondon ('14 , Misnotað víti)
1-0 Karl Etta Eyong ('29 )
2-0 Pape Gueye ('36 )
Rautt spjald: Alberto Reina, Oviedo ('27)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Vallecano 1 1 0 0 3 1 +2 3
2 Villarreal 1 1 0 0 2 0 +2 3
3 Alaves 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Athletic 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Atletico Madrid 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Barcelona 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Betis 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Celta 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Elche 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Espanyol 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Getafe 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Levante 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Mallorca 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Osasuna 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Real Madrid 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Real Sociedad 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sevilla 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Valencia 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Girona 1 0 0 1 1 3 -2 0
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
20 Oviedo 1 0 0 1 0 2 -2 0
Athugasemdir
banner