Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   sun 15. september 2019 16:54
Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Magnús: Það gerðist skandall í vikunni
ÍBV ræddi ólöglega við Sveindísi Jane
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús er ósáttur við æskufélaga sinn sem þjálfar ÍBV. Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV ræddi ólöglega við Sveindísi Jane Jónsdóttur.
Gunnar Magnús er ósáttur við æskufélaga sinn sem þjálfar ÍBV. Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV ræddi ólöglega við Sveindísi Jane Jónsdóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV.
Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var virkilega flottur leikur hjá stelpunum og kærkominn sigur," sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 4 - 1 sigur á HK/Víkingi í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  1 HK/Víkingur

Þrátt fyrir sigurinn féll Keflavík úr deildinni í dag því ÍBV vann Fylki á sama tíma í eyjum.

„Það var eitthvað sem við gátum ekki stjórnað," sagði hann en hann kaus að fylgjast ekki með leiknum í eyjum.

„Þetta er búið að vera stöngin út hjá okkur oft í sumar eins og botnlið tala oft um. Við hefðum þurft smá lukku í eyjum en mér skilst að Fylkir hafi misst leikmann af velli með rautt og þá hafi leikurinn snúist. En mótið var ekki að tapast í dag."

Gunnar segir ekki ljóst hvað framtíðin ber í skauti sér hjá honum með liðið.

„Samningurinn er að renna út núna og ég er búinn að vera með liðið í fjögur ár. Ég ætla að klára tímabilið og skoða málið hvað verður eftir það. Félagið vildi ræða áframhald en ég veit ekki hvað ég kýs að gera."

Viðtalið tók svo annan takt því Gunnar var mjög ósáttur út í ÍBV fyrir að hringja í Sveindísi Jane Jónsdóttur þjálfara liðsins.

„Það gerðist skandall í vikunni. Þá var haft samband við leikmann minn sem gerði þriggja ára samning í vetur," sagði Gunnar Magnús.

„Þetta var Sveindís og þjálfari annars liðs hringdi í hana. Ég trúði þessu ekki þegar ég heyrði þetta og sér í lagi því þetta er eina liðið sem átti í smá keppni við okkur. Þetta var ÍBV," sagði hann en þjálfari íBV er Jón Ólafur Daníelsson.

„Það er með ólíkindum að þetta hafi verið gert. Það er haft samband við 18 ára stelpu og reynt að hræra í hausnum á henni og mótið ekki búið. Þetta eru mikil vonbrigði og ennþá meiri í ljósi þess að ég og þjálfari ÍBV erum æskufélagar og ég trúði ekki að þetta hafi gerst. Ég hélt að svona hlutir gerðust ekki lengur árið 2019," sagði Gunni sem var mikið niðri fyrir. En er hann búinn að heyra í Jóni Óla?

„Hann reyndi að hringja í mig þegar ég var í miðri kennslustund og svo hringdi ég í hann til baka og við ekki náð í hvorn annan. Hann er samt búinn að heyra í einhverjum hjá félaginu og biðjast afsökunar. Þetta er eitthvað sem menn eiga ekki að gera."
Athugasemdir
banner
banner