Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. september 2020 09:00
Aksentije Milisic
Neville líkir Salah og Mane við Rooney og Ronaldo
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur hrósað Mohamed Salah, leikmanni Liverpool, í hástert eftir leikinn gegn Leeds um síðustu helgi.

Salah gerði þrennur þegar Liverpool lagði Leeds að velli í fjörugum leik á Anfield sem endaði með fjórum mörkum gegn þremur.

Salah hefur skorað 94 mörk síðan hann kom til Liverpool og er Neville mjög hrifinn af því hversu skeinuhættur þessi 28 ára gamli leikmaður er upp við markið. Neville líkti honum og Sadio Mane við Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney.

„Hann er búinn að vera ótrúlega stöðugur síðustu tvö til þrjú ár. Við ræddum um hann og Sadio Mane á síðasta tímabili. Leikmenn elska Mane, hann hjálpar liðinu mikið á meðan Salah sendir stundum ekki boltann og vill skora sjálfur. Salah er með alvöru drápseðli inni á vellinum," sagði Gary.

„Mane og Salah minna mig á Rooney og Ronaldo í gamla daga. Mane og Rooney berjast fyrir liðið en Salah fer fyrir ofan Mane. Hann vill verða besti leikmaður í heimi, sami hugsunarháttur og Ronaldo er með."
Athugasemdir
banner
banner