Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 15. september 2021 19:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cristiano lagði upp á Adama Traore
Enginn frá Moldavíu í byrjunarliði Sheriff
Sheriff er í fyrsta skipti í riðlakeppninni.
Sheriff er í fyrsta skipti í riðlakeppninni.
Mynd: Getty Images
Sheriff frá Moldavíu er að taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn.

Þeir spiluðu við Shakhtar Donetsk frá Úkraínu í fyrsta leiknum í dag, og tókst þeim að landa góðum sigri.

Liðið treystir ekki mikið á leikmenn frá Moldavíu, en enginn í byrjunarliðinu kemur frá sama landi og félagið. En það er að virka fyrir þá.

Fyrsta mark liðsins í riðlakeppni skoraði leikmaður að nafni Adama Traore. Hann er alnafni kantmanns Wolves á Englandi. Þessi Traore kemur frá Malí og er 25 ára gamall. Stoðsendingin kom frá Cristiano, ekki Ronaldo - bara Cristiano.

Hægt er að sjá markið með því að smella hérna.

Frábær úrslit hjá Sheriff og verður áhugavert að fylgjast með þeim í framhaldinu.
Athugasemdir
banner