Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 15. september 2022 12:07
Elvar Geir Magnússon
„Öll spjót hafa beinst að Arnóri“ eftir að vinnuaðferðir Óla Jó voru gagnrýndar
Ríkharð segir að upplýsingar sínar hafi ekki komið frá Arnóri Smárasyni.
Ríkharð segir að upplýsingar sínar hafi ekki komið frá Arnóri Smárasyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin sagði íþróttafréttamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason að ónefndur heimildarmaður sinn innan leikmannahóps Vals hefði gagnrýnt vinnuaðferðir Ólafs Jóhannessonar þjálfara liðsins.

Ríkharð sagði að leikmaðurinn hefði sagt sér að enginn sérstakur undirbúningur hafi verið hjá Ólafi fyrir tapleikinn gegn Leikni á sunnudag og liðið hefði tekið endurheimt daginn eftir leikinn þar á undan með því að fara í golf.

Orðrómur hefur verið um að Ríkharð hafi fengið þetta frá Arnóri Smárasyni sem hefur mikið þurft að verma varamannabekk Vals á tímabilinu. Bróðir Arnórs, Sverrir Mar, var með í þætti Þungavigtarinnar í morgun.

„Öll spjót beinast strax að okkur bræðrum," sagði Sverrir í nýjasta þættinum en Ríkharð neitar því alfarið að Arnór hafi verið umræddur leikmaður sem „hafi hringt í sig". Hann þekki Arnór ekki neitt og hafi aldrei talað við hann.

Sjá einnig:
Telja engar líkur á að Óli Jó verði áfram með Val

Valsmenn eru nú átta stigum frá þriðja sætinu en Ólafur Jóhannesson var ráðinn út tímabilið eftir að Heimir Guðjónsson var rekinn í sumar. Liðið fær KA í heimsókn á laugardaginn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner