Erin McLeod markvörður Stjörnunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir félagið í gær.
Erin spilaði í heildina þrjú tímabil hjá Stjörnunni en hún spilaði fyrst árið 2020 og snéri aftur árið 2023 og spilaði síðasta sumar og í ár.
„Ég get ekki hætt að gráta. Ég er svo stolt að hafa spilað hér, ég elska leikmennina og til að vera hreinskilin þá er ég nægilega gömul til að vera móður flestra þeirra. Ég sé þær sem einstaklinga sem ég hef tekið undir minn verndarvæng og þetta hefur algjör heiður,“ sagði Erin klökk í viðtali við Stöð 2 Sport.
Það er ekki ljóst hvað tekur við hjá henni í fótboltanum en hún er eðlilega mjög spennt fyrir því sem framundan er.
„Varðandi fótboltann þá mun það koma í ljós en ég þarf á hvíld að halda eftir tímabilið. Gunnhildur [Yrsa Jónsdóttir] og ég eigum von á barni og það er það sem ég hlakka mest til,“ sagði Erin McLeod að lokum.