Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   sun 15. september 2024 17:32
Sölvi Haraldsson
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Heimir Guðjóns var ósammála vítaspyrnudómnum í lok leiks í dag.
Heimir Guðjóns var ósammála vítaspyrnudómnum í lok leiks í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það eru vonbrigði að fá bara eitt stig úr þessum leik. Mér fannst við vera sterkari aðilinn í þessum leik. Eins og oft í sumar sýndum við sterkan karakter í fyrri hálfleik eftir að hafa lent undir snemma leiks. Við vorum með öll tök á leiknum og komumst í 3-2. Síðan fáum við á okkur víti sem var algjör brandari; þetta á bara að vera hornspyrna, Siggi sparkar boltanum í horn og þess vegna eru vonbrigði að fá ekkert út úr þessum leik.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 3-3 jafntefli við Fram í dag.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 FH

Fékk Heimir einhverja útskýringu á dómnum sem hann var ósammála undir lok leiks?

Ég er ekkert búinn að tala við dómarann og þarf engar útskýringar frá mönnum. Ég þarf ekki að vera að berja niður klefa og hef aldrei gert. Þetta var bara rangur dómur, ósköp einfalt. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum með góð tök á leiknum. Þetta átti bara að vera hornspyrna og þá hefðum við sennilega farið langt með þennan leik.

3-3 kannski ekki sanngjarnar lokatölur?

Nei það fannst mér ekki. En á móti kemur vorum við að fá á okkur mark eftir fast leikatriði og fáum á okkur mark eftir fyrirgjöf sem við vorum búnir að skoða mikið. Það þýðir ekkert fyrir mig að standa hérna og tala um góðan varnarleik þegar við fengum á okkur þrjú mörk. Það hefur verið vandamálið okkar í sumar. Frábært sóknarlið og skorum nóg af mörkum. Við þurfum að verja markið okkar betur ef við ætlum að fara hærra.

Björn Daníel fór meiddur af velli í fyrri hálfleik, hvernig er staðan á honum?

Ég á eftir að skoða það eftir viðtölin en hann fékk einhvern slínk sem ætti ekki að vera mikið og hann ætti að vera fljótur að jafna sig.

Það hlýtur að vera sérstaklega svekkjandi fyrir FH-inga að hafa tapað stigum í dag þar sem önnur lið í kringum þá unnu.

Við gátum tryggt þetta 4. sæti með sigri í dag og sett pressu á Val í leiðinni sem við gerðum ekki og misstum ÍA og Stjörnuna fram fyrir okkur. Taflan lýgur ekki og hefur aldrei gert.

Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner