Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 15. september 2024 16:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Son pirraður: Við stjórnuðum leiknum
Mynd: Getty Images

Tottenham tapaði grannaslagnum gegn Arsenal í dag en Heung-min Son, fyrirliði Tottenham, var mjög pirraður eftir leikinn.


Tottenham fékk svo sannarlega tækifæri til að skora en Raya og varnarlína Arsenal var frábær í dag. Gabriel skoraði síðan sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu.

Son er orðinn pirraður á því að fá á sig mark eftir fast leikatriði.

„Við stjórnuðum leiknum, fótboltinn var til staðar, við fengum bara á okkur mark eftir fast leikatriði enn eina ferðina. Við gerðum þetta á síðasta tímabili og það er mjög pirrandi. Ég er viss um að stuðningsmennirnir séu vonsviknir. Við verðum að bæta okkur, þetta hefur verið erfitt og við verðum að standa saman," sagði Son.


Athugasemdir
banner
banner