Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. október 2021 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland um helgina - Úrslitin ráðast í Mjólkurbikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun fer fram úrslitaleikur Mjólkurbikars karla en þar mætast ÍA og Víkingur Reykjavík.

Víkingur varð Íslandsmeistari í ár og er ríkjandi bikarmeistari.

ÍA spilar áfram í efstu deild á næstu leiktíð eftir að hafa haldið sér uppi á ævintýralegan hátt í lokaumferðinni.

Leikurinn hefst kl 15:00 og fer fram á Laugardalsvelli.

Leið liðanna í bikarúrslitin

ÍA
32 liða úrslit - ÍA - Fram 3-0
16 liða úrslit - ÍA - FH 1-0
8 liða úrslit - ÍR - ÍA 1-3
Undanúrslit - ÍA - Keflavík 2-0

Víkingur R.
32 liða úrslit - Víkingur R. - Sindri 3-0
16 liða úrslit - Víkingur R. - KR 3-1
8 liða úrslit - Fylkir - Víkingur R. 0-0 (0-1 eftir framlengingu)
Undanúrslit - Vestri - Víkingur R. 0-3
laugardagur 16. október

Mjólkurbikar karla
15:00 ÍA-Víkingur R. (Laugardalsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner