Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   lau 15. október 2022 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Kiddi Steindórs: þetta var bara svolítið stöngin út í dag
Kristinn Steindórsson leikmaður Breiðabliks
Kristinn Steindórsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nýkringdir Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti KR í kvöld þegar lokaleikur dagsins fór fram á Kópavogsvelli. 

Það var ljóst eftir síðustu umferð að ekkert lið getur náð Blikum af stigum og því væru þeir orðnir Íslandsmeistarar með þrjá leiki í hendi. Breiðablik hafði fyrir leikinn ekki tapað á heimavelli í deildinni síðan þeir töpuðu einmitt gegn KR í fyrstu umferð síðasta tímabils.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 KR

„Svona stuttu eftir leik er hún það en svo verðum við bara að átta okkur á því að svona getur gerst og það tekur það enginn frá því að við erum Íslandsmeistarar og við erum ennþá með 10 stiga forystu og búnir að vera besta liðið í sumar þannig við tökum það með inn í kvöldið." Sagði Kristinn Steindórsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn aðspurður um hvort það væri súrsæt tilfining að tapa fyrir KR en samt vera búnir að tryggja Íslandsmeistaratitilinn.

Kiddi Steindórs vildi ekki meina að það væri neitt spennufall í hópnum fyrir leikinn. 

„Nei í raun ekki. Við ætluðum bara að fara inn og vinna leikinn og auðvitað voru aðstæður kannski svolítið öðruvísi en oft áður þegar maður kom inn á völlinn og annað en þetta var bara svolítið stöngin út í dag og við nýttum ekki okkar færi og þeir settu sitt svo það er bara eins og það er."

Nánar er rætt við Kristinn Steindórsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner