Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   lau 15. október 2022 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Kiddi Steindórs: þetta var bara svolítið stöngin út í dag
Kristinn Steindórsson leikmaður Breiðabliks
Kristinn Steindórsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nýkringdir Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti KR í kvöld þegar lokaleikur dagsins fór fram á Kópavogsvelli. 

Það var ljóst eftir síðustu umferð að ekkert lið getur náð Blikum af stigum og því væru þeir orðnir Íslandsmeistarar með þrjá leiki í hendi. Breiðablik hafði fyrir leikinn ekki tapað á heimavelli í deildinni síðan þeir töpuðu einmitt gegn KR í fyrstu umferð síðasta tímabils.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 KR

„Svona stuttu eftir leik er hún það en svo verðum við bara að átta okkur á því að svona getur gerst og það tekur það enginn frá því að við erum Íslandsmeistarar og við erum ennþá með 10 stiga forystu og búnir að vera besta liðið í sumar þannig við tökum það með inn í kvöldið." Sagði Kristinn Steindórsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn aðspurður um hvort það væri súrsæt tilfining að tapa fyrir KR en samt vera búnir að tryggja Íslandsmeistaratitilinn.

Kiddi Steindórs vildi ekki meina að það væri neitt spennufall í hópnum fyrir leikinn. 

„Nei í raun ekki. Við ætluðum bara að fara inn og vinna leikinn og auðvitað voru aðstæður kannski svolítið öðruvísi en oft áður þegar maður kom inn á völlinn og annað en þetta var bara svolítið stöngin út í dag og við nýttum ekki okkar færi og þeir settu sitt svo það er bara eins og það er."

Nánar er rætt við Kristinn Steindórsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner