Nýkringdir Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti KR í kvöld þegar lokaleikur dagsins fór fram á Kópavogsvelli.
Það var ljóst eftir síðustu umferð að ekkert lið getur náð Blikum af stigum og því væru þeir orðnir Íslandsmeistarar með þrjá leiki í hendi. Breiðablik hafði fyrir leikinn ekki tapað á heimavelli í deildinni síðan þeir töpuðu einmitt gegn KR í fyrstu umferð síðasta tímabils.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 1 KR
„Svona stuttu eftir leik er hún það en svo verðum við bara að átta okkur á því að svona getur gerst og það tekur það enginn frá því að við erum Íslandsmeistarar og við erum ennþá með 10 stiga forystu og búnir að vera besta liðið í sumar þannig við tökum það með inn í kvöldið." Sagði Kristinn Steindórsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn aðspurður um hvort það væri súrsæt tilfining að tapa fyrir KR en samt vera búnir að tryggja Íslandsmeistaratitilinn.
Kiddi Steindórs vildi ekki meina að það væri neitt spennufall í hópnum fyrir leikinn.
„Nei í raun ekki. Við ætluðum bara að fara inn og vinna leikinn og auðvitað voru aðstæður kannski svolítið öðruvísi en oft áður þegar maður kom inn á völlinn og annað en þetta var bara svolítið stöngin út í dag og við nýttum ekki okkar færi og þeir settu sitt svo það er bara eins og það er."
Nánar er rætt við Kristinn Steindórsson í spilaranum hér fyrir ofan.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |