Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   lau 15. október 2022 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Kiddi Steindórs: þetta var bara svolítið stöngin út í dag
Kristinn Steindórsson leikmaður Breiðabliks
Kristinn Steindórsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nýkringdir Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti KR í kvöld þegar lokaleikur dagsins fór fram á Kópavogsvelli. 

Það var ljóst eftir síðustu umferð að ekkert lið getur náð Blikum af stigum og því væru þeir orðnir Íslandsmeistarar með þrjá leiki í hendi. Breiðablik hafði fyrir leikinn ekki tapað á heimavelli í deildinni síðan þeir töpuðu einmitt gegn KR í fyrstu umferð síðasta tímabils.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 KR

„Svona stuttu eftir leik er hún það en svo verðum við bara að átta okkur á því að svona getur gerst og það tekur það enginn frá því að við erum Íslandsmeistarar og við erum ennþá með 10 stiga forystu og búnir að vera besta liðið í sumar þannig við tökum það með inn í kvöldið." Sagði Kristinn Steindórsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn aðspurður um hvort það væri súrsæt tilfining að tapa fyrir KR en samt vera búnir að tryggja Íslandsmeistaratitilinn.

Kiddi Steindórs vildi ekki meina að það væri neitt spennufall í hópnum fyrir leikinn. 

„Nei í raun ekki. Við ætluðum bara að fara inn og vinna leikinn og auðvitað voru aðstæður kannski svolítið öðruvísi en oft áður þegar maður kom inn á völlinn og annað en þetta var bara svolítið stöngin út í dag og við nýttum ekki okkar færi og þeir settu sitt svo það er bara eins og það er."

Nánar er rætt við Kristinn Steindórsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner