Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 15. október 2024 06:00
Hafliði Breiðfjörð
1.3 milljón í vinning á Enska getraunaseðilinn
Mynd: 1X2
Það voru stuðningsmenn Hattar á Egilsstöðum í hópnum Dos Samsteypan sem fengu 13 rétta á Enska getraunaseðilinn síðastliðinn laugardag og unnu rúmlega 1,3 milljónir króna.

Þeir notuðu sparnaðarkerfi 7-2-489 þar sem þeir þrítryggðu 7 leiki, tvítryggðu 2 leiki og 4 leikir voru með einu merki. Kerfið gekk upp og eru þeir Hattarmenn 1.3 milljón krónum ríkari.

Í mörg ár hefur Höttur á Egilsstöðum haldið úti öflugu getraunastarfi sem byggist á því að hópar sem tengjast félaginu keppa sín á milli í deildarkeppni yfir veturinn. Alls taka 20 lið þátt í deildarkeppninni sem stendur yfir í allan vetur.

Þess má geta að Dos Samsteypan sem var með 13 rétta var í næstneðsta sæti deildarinnar fyrir umferðina um síðustu helgi þannig að það er oft stutt milli hláturs og gráturs.
Athugasemdir
banner
banner