Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   þri 15. október 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætla að borga upp samning George Baldock
George Baldock lést á dögunum.
George Baldock lést á dögunum.
Mynd: Getty Images
Gríska félagið Panathinaikos ætlar að styðja við fjölskyldu George Baldock eftir andlát hans á dögunum.

Baldock lést í síðustu viku, aðeins 31 árs að aldri, en hann fannst látinn á sundlaugarbakknum á heimili sínu í Aþenu. Krufning leiddi í ljós að Baldock hafi drukknað.

Bakvörðurinn var á mála hjá Panathinaikos og átti þá 12 A-landsleiki með Grikklandi. Hann er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Sheffield United en hann lék einnig með ÍBV í Vestmannaeyjum í upphafi ferilsins.

Daily Mail segir frá því að Panathinaikos stefni á að borga upp þriggja ára samning Baldock og muni upphæðin þá renna til fjölskyldu hans.

Félagið stefnir þá á að halda styrktarleik á næsta ári og muni allur ágóðinn þá renna til fjölskyldu Baldock en hann skilur eftir sig eiginkonu og ungan son.

Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason voru liðsfélagar Baldock hjá Panathinaikos.
Athugasemdir
banner
banner