Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   þri 15. október 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Elísa Birta á reynslu hjá Norrköping
Mynd: HK
HK-ingurinn Elísa Birta Káradóttir æfir þessa dagana með sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping en þetta kemur fram á samfélagsmiðlum HK.

Elísa Birta er fædd árið 2009 og spilaði sitt fyrsta tímabil með meistaraflokki HK í sumar.

Hún lék 14 leiki og skoraði 3 mörk í Lengjudeildinni ásamt því að spila einn leik í bikar.

Á dögunum hélt hún til Svíþjóðar, nánar tiltekið Norrköping, en hún æfir með bæði U17 og aðalliði félagsins.

Ein íslensk unglingalandsliðskona er á mála hjá Norrköping en það er Víkingurinn Sigdís Eva Bárðardóttir sem gekk í raðir félagsins í sumar.

Elísa Birta á sex leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands en hún lék á dögunum sinn fyrsta leik með U17 ára landsliðinu í 1-0 tapi gegn Póllandi.
Athugasemdir
banner
banner