Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 15. nóvember 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Ronaldo nálgast 100. landsliðsmarkið - Níunda þrennan
Cristiano Ronaldo skoraði sína níundu þrennu á landsliðsferli sínum með Portúgal í 6-0 sigri á Lithaén í undankeppni EM í gær.

Hinn 34 ára gamli Ronaldo er nú kominn með 98 mörk í 163 landsleikjum með Portúgal.

Hann gæti orðið einungis annar leikmaðurinn í sögunni til að skora meira en 100 mörk með landsliði á eftir Ali Daei sem skoraði 109 mörk með landsliði Íran á sínum tíma.

Ronaldo og félagar í Portúgal þurfa sigur í lokaleik gegn Lúxemborg á sunnudag til að gulltryggja sæti sitt á EM. Þar gæti Ronaldo farið yfir 100 mörkin.
Athugasemdir
banner