Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 15. nóvember 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
De Bruyne: Vita allir að Roy Keane er öðruvísi
Mynd: Getty Images
Roy Keane kallaði Kyle Walker hálfvíta eftir að hann braut klaufalega af sér innan vítateigs Manchester City í 1-1 jafntefli liðsins gegn Liverpool.

Walker braut af sér á þrettándu mínútu og skoraði Mohamed Salah úr vítaspyrnunni. Auk þess að kalla hann hálfvita sagði Keane að Walker væri eins og bílslys á vellinum. Því er Kevin De Bruyne ekki sammála.

„Með þetta sem Roy Keane sagði... það vita allir að hann er öðruvísi. En þetta er bara hans skoðun og ég er viss um að Kyle mun taka þessari gagnrýni. Hún mun ekki hafa neikvæð áhrif á hann," sagði De Bruyne.

„Kyle hefur verið einn af bestu leikmönnum liðsins. Hann er aldrei meiddur og spilar nánast alla leiki. Hann er áreiðanlegur og virkilega góður varnarmaður, hann sinnir mikilvægri vinnu fyrir liðið.

„Auðvitað er ekki hægt að bera saman það sem Kyle gerir fyrir okkur við það sem Trent (Alexander-Arnold) gerir fyrir Liverpool. Trent er sóknarsinnaðari og sinnir öðru hlutverki heldur en Kyle gerir fyrir okkur."


De Bruyne og Walker gætu mæst í ÞJóðadeildinni í kvöld er England fær Belgíu í heimsókn.

Sjá einnig:
Roy Keane um víti Liverpool: Hann er að mæta hálfvita
Athugasemdir
banner
banner