banner
   sun 15. nóvember 2020 14:23
Ívan Guðjón Baldursson
EM U21: Dramatískt sigurmark gegn tíu Írum
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Írland U21 1 - 2 Ísland U21
0-1 Sveinn Aron Guðjohnsen ('25)
1-1 Ari Leifsson, sjálfsmark ('75)
1-2 Valdimar Þór Ingimundarson ('93)

Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar heimsótti Írland í mikilvægum toppbaráttuslag í undankeppni fyrir EM U21 landsliða á næsta ári. EM draumurinn lifir.

Írar voru með yfirhöndina en náðu ekki að skapa sér mikið og gerði Sveinn Aron Guðjohnsen eina mark fyrri hálfleiksins. Hann slapp í gegn eftir laglega sendingu frá Jóni Degi Þorsteinssyni og kláraði færið sitt meistaralega.

Írar voru áfram betri aðilinn á vellinum en náðu ekki að skapa sér mikið af hættulegum færum. Þegar tók að líða á seinni hálfleikinn náðu Strákarnir okkar góðum tökum á leiknum og voru óheppnir að fá jöfnunarmark í andlitið á 75. mínútu. Ari Leifsson fékk þá skot frá Joshua Kayode í sig, knötturinn breytti um stefnu og endaði í netinu.

Ísland blés til sóknar á lokakaflanum enda ekkert sem kom til greina í dag annað en sigur. Allt ætlaði að sjóða uppúr á síðustu mínútum leiksins og fékk Nathan Collins rautt spjald í liði heimamanna. Jón Dagur og Valdimar Þór Ingimundarson áttu tilraunir en inn vildi boltinn ekki fyrr en alveg í lokin, þegar Valdimar Þór skoraði eftir góða sendingu frá Alfons Sampsted.

Ísland er því með 18 stig eftir 9 umferðir og þarf að treysta á að Svíar sigri ekki Ítali til að tryggja sér 2. sæti riðilsins. Írar eru með 16 stig.

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.

Sjá textalýsingu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner