Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 15. desember 2019 14:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Magnus Carlsen kominn á toppinn í Fantasy
Mynd: Getty Images
Sagt var frá því um síðustu helgi að norski stórmeistarinn í skák, Magnus Carlsen, væri einn af efstu mönnum í heimi í hinum vinsæla leik Fantasy Premier League.

Carlsen birti skemmtilega Twitter-færslu eftir leiki gærdagsins sem sýnir að hann er í efsta sæti í heiminum þessa stundina. Nú stendur í upplýsingum undir nafni hans þegar prófíll hans er skoðaður:

Heimsmeistari í skák. Efstur á heimslistanum í skák. Númer #1 þessa stundina í Fantasy Premier League.



Hvað er fantasy?
Þar velja menn leikmenn sem kosta mismikið. Spilarar eða þjálfarar eins og þeir eru kallaðir í leiknum. Fá 100 milljónir punda til að velja fimmtán leikmenn. Dýrustu leikmenn kosta um 12 milljónir og þeir ódýrustu um 4 milljónir.

Leikmenn fá svo stig fyrir frammistöðu í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Stig fást t.d. fyrir mörk skoruð og stoðsendingar. Stig eru svo tekin frá þegar leikmaður fær spjöld eða klúðrar vítaspyrnu.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner