Liverpool fór ekki vel af stað í ensku úrvalsdeildinni en liðið var í 6. sæti þegar pása var gerð á deildinni vegna HM.
Liðið hefur verið að berjast við toppinn síðustu ár en Steven Gerrard fyrrum leikmaður liðsins efast ekki um að síðari hluti tímabilsins verði mun betri.
„Ég á von á því að þetta verði mjög sterkir sex mánuðir því mikilvægir leikmenn hafa fengið hvíld og leikmenn sem fóru á HM koma til baka fullir sjálfstrausts, á góðum stað og líkamlega klárir. Þetta verður spennandi endasprettur fyrir Liverpool," sagði Gerrard.
Liverpool mætir AC Milan í æfingaleik á morgun og spilar síðan gegn Manchester City í deildabikarnum þann 22. desember.
Athugasemdir