
Argentíska ungstirnið Julian Alvarez hefur komið mörgum á óvart á HM en þessi 22 ára gamli framherji Manchester City hefur skorað fjögur mörk á mótinu til þessa.
Lionel Messi stærsta stjarna Argentínu hrósaði Alvarez fyrir frammistöðu sína með liðinu.
„Það bjóst enginn við því að Alvarez myndi vera svona mikilvægur eins og hann hefur sýnt. Hann hefur hjálpað liðinu svakalega," sagði Messi.
„Hann hefur verið stórkostlegur á öllu mótinu, barist fyrir öllu og búið til færi. Hann hefur komið mikið á óvart og á allt þetta skilið því hann er frábær einstaklingur."
Alvarez verður að öllum líkindum í byrjunarliði Argentínu gegn Frakklandi í úrslitaleik HM sem fram fer á sunnudaginn.
Athugasemdir