Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 16. janúar 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wilder um McBurnie: Hressandi tilbreyting ef eitthvað
Mynd: Getty Images
Sheffield United hefur reynst spútnik lið tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni og situr í sjötta sæti, með 32 stig eftir 22 umferðir. Næsti leikur er á útivelli gegn Arsenal, sem er óvænt fjórum stigum fyrir neðan nýliðana.

Chris Wilder, stjóri Sheffield, hefur fengið mikið hrós fyrir spilamennsku sinna manna. Hann skrifaði undir samning við félagið í síðustu viku sem gildir til 2024.

„Þetta er búið að vera frábært tímabil en það er rétt rúmlega hálfnað. Við verðum að halda áfram að leggja allt í sölurnar því það eru 16 umferðir eftir," sagði Wilder áður en hann var spurður út í framtíð Billy Sharp og John Lundstram.

Sharp hefur ekki fengið mikinn spiltíma á leiktíðinni en vill vera áfram hjá félaginu. Wilder býst einnig við að Lundstram, sem hefur verið algjör lykilmaður á tímabilinu, verði áfram.

„Ég ræddi við Billy í vikunni og sagði honum frá öðru félagi sem hefur áhuga á honum. Hann sagðist vilja vera áfram hérna hjá okkur.

„Við ætlum að nýta ákvæði í samningi John og framlengja samning hans um eitt ár. Svo er ég viss um að hann mun skrifa undir nýjan samning því hann elskar lífið hérna."


Að lokum talaði Wilder um Oli McBurnie, sem gæti verið refsað fyrir handabendingu á erkifjendaslag Cardiff og Swansea.

„Við höfum fengið bréf frá knattspyrnusambandinu en ég skil Oli mjög vel, ég gerði svipað á sínum tíma og fór alltaf á Bramall Lane til að hvetja liðið áfram þó ég væri í starfi hjá öðru félagi.

„Það er ekki vandamál fyrir mig að Oli hafi farið til Wales að horfa á leikinn. Mér finnst það bara hressandi tilbreyting ef eitthvað."

Athugasemdir
banner
banner
banner