Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. janúar 2022 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faxaflóamótið: Guðrún Elísabet með fernu í sigri Aftureldingar
Guðrún Elísabet gerði fernu.
Guðrún Elísabet gerði fernu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding 5 - 1 Þór/KA
1-0 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('6)
2-0 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('22)
2-1 Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ('25)
3-1 Ísafold Þórhallsdóttir ('42)
4-1 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('48)
5-1 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('61)

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, sem sló í gegn í Lengjudeildinni í fyrra, skoraði fernu er Afturelding lagði Þór/KA að velli í Faxaflóamótinu í dag.

Það var leikið í Mosfellsbæ og þar skoraði Guðrún Elísabet fyrsta markið eftir sex mínútur. Hún var aftur á ferðinni á 22. mínútu, en þremur mínútum eftir það minnkaði Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir muninn fyrir Þór/KA.

Það voru hins vegar heimakonur sem áttu síðasta orðið í fyrri hálfleik; Ísafold Þórhallsdóttir gerði mark rétt fyrir leikhlé.

Guðrún Elísabet bætti svo tveimur mörkum við í seinni hálfleik. Hún skoraði 23 mörk í 17 leikjum í næst efstu deild í fyrra og verður spennandi að fylgjast með henni í efstu deild í sumar. Afturelding hefur unnið báða leiki sína í Faxaflóamótinu til þessa. Þór/KA er með þrjú stig eftir sigur gegn Stjörnunni í fyrsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner