Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   þri 16. febrúar 2021 15:45
Magnús Már Einarsson
Bayern Munchen að landa bakverði frá Reading
Bayern Munchen er nálægt því að semja við Omar Richards, vinstri bakvörð Reading á Englandi.

Hinn 23 ára gamli Omar verður samningslaus í sumar og fer þá frítt til þýsku meistaranna.

Omar hefur verið í enska U21 árs landsliðinu en Bayern hefur fylgst með honum í talsverðan tíma.

Bayern Munchen hefur oft áður náð samkomulagi við leikmenn á miðju tímabili en nýjasta dæmið er Dayot Upamecano, varnarmaður RB Leipzig, sem kemur til félagsins í sumar.
Athugasemdir
banner
banner