Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   sun 16. febrúar 2025 15:33
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið Tottenham og Man Utd: Mest megnis krakkar á bekk Man Utd
Casemiro byrjar í dag.
Casemiro byrjar í dag.
Mynd: EPA
Seinni leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Tottenham og Man Utd sem hefst klukkan 16:30 í Lundúnum.

Stjórar liðanna hafa nú gefið frá sér byrjunarliðin sem hefja leikinn í dag.

Guglielmo Vicario og James Maddison snúa aftur í lið Tottenham og hinum megin á vellinum verður Casemiro aftur í byrjunarliði Man Utd, í fyrsta sinn á árinu og í þriðja sinn á tímabilinu.

Varamannabekkur Manchester liðsins er að megninu til byggður upp af krökkum en mikil meiðslavandræði herja á liðið. Amad Diallo, Kobbie Mainoo, Manuel Ugarte og Toby Collyer meiddust allir á æfingasvæðinu.

Tottenham: Vicario; Porro, Danso, Davies, Spence; Bentancur, Bergvall, Maddison; Son, Tel, Kulusevski.
Varamenn: Kinsky, Bissouma, Udogie, Gray, Johnson, Odobert, Sarr, Scarlett, Moore.

Man Utd: Onana, Dalot, Mazraoui, Maguire, De Ligt, Dorgu; Casemiro, Fernandes; Zirkzee, Garnacho; Hojlund.
Varamenn: Harrison, Lindelof, Heaven, Amass, Kone, Fredricson, Obi, Fletcher, Moorhouse.
Athugasemdir
banner
banner