Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   sun 16. febrúar 2025 15:55
Hafliði Breiðfjörð
England: Markaþurrð Diaz lauk í sigri á Wolves
Markaskorararnir Luis Diaz og Mohamed Salah fagna í dag.
Markaskorararnir Luis Diaz og Mohamed Salah fagna í dag.
Mynd: EPA
Diaz bindur enda á markaþurrðina með því að skora með maganum.
Diaz bindur enda á markaþurrðina með því að skora með maganum.
Mynd: EPA
Liverpool 2 - 1 Wolves
1-0 Luis Diaz ('15 )
2-0 Mohamed Salah ('37 , víti)
2-1 Matheus Cunha ('67)

Liverpool vann heimasigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag en fyrri leik dagsins í deildinnni var að ljúka.

Luis Diaz hafði spilað 10 leiki í röð án þess að takast að skora mark þegar kom að leiknum í dag en síðasta markið kom í útleiknum gegn West Ham í desember.

Hann beið ekki lengi boðanna í dag því hann kom þeim yfir eftir stundarfjórðung þegar hann skoraði með maganum af stuttu færi.

Hann var svo aftur á ferðinni seint í fyrri hálfleiknum þegar hann fiskaði vítaspyrnu. Hann fékk þá boltann inn í teiginn og á mikili ferð náði hann snertingu á boltann á undan Jose Sa markverði Woles. Sa braut umsvifalaust á honum og vítaspyrna dæmd. Mohamed Salah skoraði úr vítaspyrnunni af miklu öryggi.

Alisson Becker markvörður Liverpool varði glæsilega þegar Marshall Munetsi komst einn gegn honum snemma í seinni hálfleiknum og mínútu seinna var mark dæmt af Salah vegna rangstöðu. VAR sneri svo við vítaspyrnudómi þegar Diogo Jota féll í teignum enda engin snerting og klár leikaraskapur hjá þeim portúgalska.

Markahrókurinn Matheus Cunha minnkaði muninn í 2-1 með góðu skoti um miðjan seinni hálfleikinn. Hans 12 mark í deildinni á tímabilinu. Wolves setti eftir það mikla pressu að marki Liverpool án þess að takast að skora..

Liverpool vann því og er komið með sjö stiga forskot á Arsenal á toppi deildarinnar að nýju.
Athugasemdir
banner
banner