Þessa stundina stendur yfir leikur Panathinaikos og NFC Volos í grísku deildinni.
Víkingur mætti Panathinkos í Finnlandi í vikunni og seinni leikur liðanna fer fram í Aþenu á fimmtudaginn. Leikmenn og starfsmenn liðsins eru þegar komnir til Grikklands og mættu á leikinn í dag.
Þar sáu þeir Sverri Inga Ingason koma Panathinaikos yfir í leiknum með skoti af stuttu færi en í vörn NFC Volos er Hjörtur Hermannsson liðsfélagi hans í íslenska landsliðinu.
Sverrir Ingi var að koma Panathinaikos yfir gegn Hirti Hermanns og félögum í NFC Volos pic.twitter.com/jC7bCIO0f7
— Hörður ? (@horduragustsson) February 16, 2025
Athugasemdir