Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. mars 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnst Liverpool þurfa leikmann eins og Coutinho
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Phil Thompson, sem lék með Liverpool frá 1971 til 1984, segir að félagið þurfi að fá inn leikmann eins og Philippe Coutinho.

Coutinho, sem er sóknarsinnaður miðjumaður, lék með 2013 til 2018, en vildi svo ólmur fara til Barcelona. Þangað var hann seldur fyrir 142 milljónir punda í janúar 2018. Hjá Barcelona stóðst hann ekki þær miklu væntingar sem gerðar voru til hans og er hann núna í láni hjá Bayern München.

Það hefur gengið mjög vel hjá Liverpool frá því að Coutinho fór. Liðið vann Meistaradeildina í fyrra og er núna með mjög, mjög þægilegt forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Lærisveinar Jurgen Klopp féllu þó úr leik í Meistaradeildinni í síðustu viku gegn vel skipulögðu liði Atletico Madrid.

Thompson sér ekki fyrir sér að hinn 27 ára gamli Coutinho snúi aftur á Anfield á næstunni, en hann vill sjá félagið fá inn svipaðan leikmann.

„Við þurfum þannig leikmann til að opna þéttar varnir," sagði Thompson við Sky Sports og bætti við: „Mér finnst við líka þurfa annan sóknarmann og einhvern til vara fyrir Andy Robertson."

Liverpool er með yfirgnæfandi forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en núna hefur hlé verið gert á deildinni út af kórónuveirunni. Tímabilinu hefur verið frestað til 4. apríl, en ekki er víst að hægt verði að byrja aftur að spila þá. Það mun koma í ljós síðar.
Athugasemdir
banner
banner